Skilmálar
SKILMÁLAR KJÓLALEIGU
Aðilar eru hvattir til þess að lesa skilmála þessa vandlega áður en þeir aðhafast viðskipti við KJÓLALEIGU.
Um viðskipti viðskiptavinar við KJÓLALEIGU fer eftir þessum skilmálum. Með því að leigja flík, eða stunda viðskipti við KJÓLALEIGU, viðurkennir viðskiptavinur að hann hafi kynnt sér, skilið og samþykkt, skilmála þessa, eins og þeir eru á hverjum tíma. KJÓLALEIGA áskilur sér rétt til að breyta reglum í skilmálum þessum, eða skilmálunum í heild sinni án fyrirvara.
Leigi viðskiptavinur flík sem auglýst er á síðu KJÓLALEIGU og flíkin er í eigu þriðja aðila gilda SKILMÁLAR KJÓLALEIGU um þau viðskipti AÐ ÖLLU LEYTI enda eru viðskiptin gerð við KJÓLALEIGU.
Skilmála þessa ber að túlka í samræmi við íslensk lög. Rísi ágreiningur vegna þessa skilmála skal það rekið fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.
Hér koma fram upplýsingar um það hvernig þjónusta sem KJÓLALEIGA býður upp á er í framkvæmd og sérstakar reglur og MIKILVÆG atriði sem neytanda ber að kynna sér áður en hann á í viðskiptum við KJÓLALEIGU.
Eðli viðskipta:
Allar flíkur sem auglýstar eru á síðu KJÓLALEIGU eru ætlaðar til skammtímaleigu hjá viðskiptavinum og miðast uppgefið verð við það. Flíkur eru ekki til sölu og viðskiptavinir eignast ekki þær flíkur sem auglýstar eru á síðu KJÓLALEIGU með viðskiptum sínum við fyrirtækið nema að annað sé tekið skýrt fram.
Upphaf, lok og framlenging leigutíma:
Upphaf og lok leigutíma ákvarðast við bókun viðskiptavinar og miðast uppgefið verð við að flík sé sótt/afhent og skilað á tilsettri dagsetningu og á tilsettum tíma sólarhrings sem gefinn er upp við bókun.
Vilji viðskiptavinur framlengja leigutíma á flík skal hann hafa samband við KJÓLALEIGU eins fljótt og hægt er en hann hefur fram að tilsettum skilatíma, sem ákvarðaðist við upphaflega bókun, til þess að semja um framlengingu. Ef aðili nær ekki að semja um framlengingu fyrir það tímamark þarf sá aðili að bóka flíkina að nýju í gegn um þjónustu KJÓLALEIGU.
Leigutími verður EKKI framlengdur nema með sérstöku samþykki KJÓLALEIGU.
Rísi upp vandamál við afhendingu eða skil vöru skal hafa samband við KJÓLALEGU.
Ábyrgð og áhætta á leigðum vörum:
Ábyrgð og áhætta á flík færist yfir á viðskiptavin við afhendingu hennar og ber viðskiptavinur ábyrgð á henni þar til vörunni er skilað á tilsettan stað með tilteknum hætti sem KJÓLALEIGA hefur gert viðskiptavini grein fyrir.
Meðan á leigutíma stendur ber viðskiptavinur fulla ábyrgð á öllu tjóni sem flík kann að verða fyrir. Viðskiptavinur ber einnig ábyrgð á flíkinni verði henni stolið eða að hún týnist á meðan á leigutíma stendur. Hendi eitthvað flíkina á meðan á leigutíma stendur skal viðskiptavinur láta vita áður en hann skilar henni, sé það svo alvarlegt að flíkin verði ekki nothæf aftur skal viðskiptavinur láta vita TAFARLAUST. Skal viðskiptavinur sýna tilhlýðilega gát við notkun flíkurinnar og er honum með öllu óheimilt að framleigja eða selja öðrum flíkur KJÓLALEIGU.
KJÓLALEIGU er heimilt að innheimta heildar verðmæti flíkurinnar í tilvikum þar sem varanlegt tjón hendir hana, s.s. ef flík skemmist, týnist eða er stolið, en að öðru leyti er KJÓLALEIGU heimilt að innheimta lægri fjárhæðir til að mæta kostnaði við blettahreinsun og/eða viðgerðir.
Viðskiptavinur skilar ekki flík á réttum tíma:
Geti viðskiptavinur ekki skilað flík á tilsettum tíma sem gefinn var upp við bókun skal hann láta KJÓLALEIGU vita eins fljótt og hægt er. KJÓLALEIGA áskilur sér rétt til að innheimta daggjald að upphæð leiguverðs flíkur fyrir hvern dag sem viðskiptavinur heldur flíkinni umfram tilsettan skiladag.
Við sérstakar aðstæður er hægt að semja við KJÓLALEIGU um að slaka á þessu ákvæði.
Skili viðskiptavinur ekki flík og það verður þess valdandi að annar viðskiptavinur fái ekki að nýta sér flíkina á tilsettum degi sem sá viðskiptavinur hefur bókað hana, ber sá viðskiptavinur, sem ekki skilaði flíkinni á réttum tíma, fulla ábyrgð á því tjóni sem KJÓLALEIGA og/eða þriðji aliði urðu fyrir vegna háttsemi hans.
Tryggingagjald, þrif og almennt viðhald:
KJÓLALEIGA annast þrif og almennt viðhald á flíkum. Viðskiptavinir mega ekki sjálfir aðhafst viðgerðir á flíkum sem eru í leigu á síðu KJÓLALEIGU. Ef flík er ekki í lagi við afhendingu og viðskiptavinur getur ekki nýtt sér hana ber honum að tilkynna KJÓLALEIGU það eins fljótt og hægt er og unnið verður úr málunum á sanngjarnan hátt.
KJÓLALEIGA býður viðskiptavinum sínum að greiða VALFRJÁLST tryggingagjald að upphæð 1.500 kr. við bókun til að mæta kostnaði við blettahreinsun og/eða minniháttar viðgerðir. Tryggingagjaldið fæst ekki endurgreitt.
KJÓLALEIGA mælir eindregið með því að viðskiptavinir velji að greiða tryggingagjaldið því að öðrum kosti bera viðskiptavinir alfarið ábyrgð á öllum kostnaði vegna viðgerða, bletta eða skemmda sem kunna að verða við notkun vörunnar. KJÓLALEIGA áskilur sér rétt til að innheimta þann kostnað að fullu.
ATH að tryggingagjald nær einungis til tjóns sem hægt er að lagfæra, t.d. bletta sem nást úr vörum eða saumsprettu/gat sem hægt er að bæta. Tryggingagjald nær ekki til þeirra varanlegu skemmda sem henda kjólinn á meðan hann er í höndum viðskiptavinar, m.a. þeirra sem mælt er um ofar í skilmálunum.
Greiðslur og afbókanir:
Greiðslur fyrir þjónustu sem KJÓLALEIGA veitir skulu fara fram við bókun. Við greiðslu er bókun staðfest og vara tekin frá fyrir tilsetta dagsetningu. Ef EKKI er greitt verður bókun EKKI staðfest og vara EKKI tekin frá.
Vilji viðskiptavinur afbóka flík sem hann hefur bókað og þar með greitt fyrir skal hann hafa samband við KJÓLALEIGU eins fljótt og hægt er. Ef viðskiptavinur vill fá endurgreitt að fullu skal hann afbóka flík með minnst tveggja daga, eða 48 klukkustunda fyrirvara. Ef viðskiptavinur tilkynnir afbókun með minna en tilgreindum fyrirvara mun KJÓLALEIGA ekki endurgreiða leiguna, þar sem flíkin hefur verið tekin frá fyrir viðkomandi í tiltekinn tíma og aðrir aðilar ekki haft aðgang að henni á þeirri tilteknu dagsetningu á meðan.
Við sérstakar aðstæður, þar sem viðskiptavinur gat ómögulega látið vita með tilgreindum fyrirvara, er hægt að semja við KJÓLALEIGU um undantekningu frá þessu ákvæði en það verður að gera minnst 24 klukkustundum fyrir bókunardag.
Við þessar aðstæður fæst valfrjálst tryggingagjald endurgreitt að fullu hafi það verið greitt.
Aukaupplýsingar:
Öll verð á síðunni eru birt með fyrirvara um villur.
KJÓLALEIGA áskilur sér rétt til að hætta við bókanir, t.d. vegna rangra verðupplýsinga og einnig breyta verðum eða hætta að bjóða upp á vörutegundir fyrirvaralaust.